Erlent

Grunaður um morðtilraun á föður sínum og bróður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglunni barst tilkynning snemma í morgun og þurfti að brjóta sér leið inn í húsið þar sem maðurinn hafði ráðist að fjölskyldu sinni.
Lögreglunni barst tilkynning snemma í morgun og þurfti að brjóta sér leið inn í húsið þar sem maðurinn hafði ráðist að fjölskyldu sinni. Skjáskot af vef NRK
Ungur maður hefur verið handtekinn í Osló fyrir að hafa reynt að myrða föður sinn og bróður. NRK hefur eftir Grete Lien Metlid hjá lögreglunni að ástand föðurins sé stöðugt en ástand bróðurins óljóst.

Lögreglunni barst tilkynning snemma í morgun og þurfti að brjóta sér leið inn í húsið þar sem maðurinn hafði ráðist að fjölskyldu sinni.

Lögreglan gefur ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en sonurinn sem grunaður er um verknaðinn er á táningsaldri. Í frétt Aftenposten segir að þar sem hann sé eldri en 15 ára er hann sakhæfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×