Erlent

Grunaður um kynferðisbrot gegn hælisleitendum á barnsaldri í Noregi

atli ísleifsson skrifar
Hinn handtekni neitar sök í málinu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Hinn handtekni neitar sök í málinu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/afp
Lögregla í Noregi hefur handtekið stjórnanda á heimili fyrir hælisleitendur vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega gegn fjölda hælisleitenda á barnsaldri.

Frá þessu greinir norska blaðið Dagbladet, en að sögn lögreglu er fjöldi fórnarlamba mannsins „tveggja stafa tala“.

Maðurinn var handtekinn þann 18. febrúar síðastliðinn og neitar hann sök í málinu.

Í greininni kemur fram að maðurinn sem um ræðir hafi opnað fjölda heimila fyrir hælisleitendur á síðustu misserum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×