Innlent

Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald.
Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. VÍSIR/VILHELM
Annar mannanna tveggja sem handteknir voru í tengslum við rán í skartgripaverslun í Hafnarfirði hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald, á meðan rannsókn stendur.

Rannsóknarlögreglumaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon segir að ekki hafi verið gerð krafa um að hinn maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Var honum sleppt að loknum skýrslutökum.



Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu í Hafnarfirði. Starfsmaður á sextugsaldri komst undan ógnandi ræningjum á hlaupum.Vísir/Loftmyndir.is
Hann segir að verið er að vinna úr upplýsingum og framburði þeirra sem teknir hafa verið í skýrslutöku, en segir ekki hægt að tjá sig frekar um framgang rannsóknarinnar að svo stöddu.

Ránið átti sér stað á fimmtudag en tveir menn réðust þá inn í verslunina Gullsmiðjuna við Lækjargötu í Hafnarfirði, vopnaðir exi. Í kjölfarið flúðu þeir vettvang á hvítum Nissan-jepplingi. Hálftíma síðar fannst bifreiðin mannlaus við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut.

Annar mannanna var handtekinn seint á fimmtudag í Keflavík eftir að hafa skotið að lögreglumönnum með loftbyssu af stuttu færi en hinn var handtekinn í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×