Erlent

Grunaðir stríðsglæpamenn hafa árum og áratugum saman þegið bætur

Jakob Denzinger er grunaður stríðsglæpamaður sem þiggur enn bætur.
Jakob Denzinger er grunaður stríðsglæpamaður sem þiggur enn bætur. visir/ap
Talsverðrar óánægju gætir meðal annars á bandaríska þinginu eftir uppljóstrun AP fréttastofunnar þess efnis að grunaðir stríðsglæpamenn úr síðari heimsstyrjöldinni hafi árum og áratugum saman þegið bætur frá bandaríska ríkinu. Bótunum hafi þeim verið lofað fyrir að yfirgefa landið.

Hleypur upphæðin sem um ræðir á milljónum bandaríkjadala og var bótunum komið á gegnum dómsmálaráðuneytið.

Fjórir grunaðir stríðsglæpamenn síðari heimsstyrjaldarinnar þiggja enn þessar mánaðarlegu bætur, þeirra á meðal háttsettur liðsmaður SS sveitanna og fangavörður í Auschwitz útrýmingarbúðunum.

Fjölmargir þingmenn hyggjast nú leggja fram tillögu þess efnis að þessum bótagreiðslum verði tafarlaust hætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×