Handbolti

Gróttuvörnin fékk bara á sig fjórtán mörk í Krikanum | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði fimm mörk í kvöld.
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði fimm mörk í kvöld. Vísir/Vilhelm
Grótta komst aftur á sigurbraut í Olís-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann tíu marka útisigur á FH, 24-14, í Kaplakrikanum en þetta var fyrsti leikurinn í 7. umferð deildarinnar.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Kaplakrika í kvöld og náði þessum fínu myndum hér fyrir neðan.

Grótta vann fimm fyrstu leiki sína en tapaði síðan á móti Fram í uppgjöri efstu liðanna um síðustu helgi.

Gróttuvörnin var sterk í kvöld með Írisi Björk Símonardóttur fyrir aftan hana en FH-liðið náði aðeins að skora 14 mörk þar af bara 4 í fyrri hálfleiknum.

Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir voru atkvæðamestar í Gróttuliðinu með fimm mörk hvor.

Ingibjörg Pálmadóttir skoraði fimm mörk fyrir FH-liðið sem hefur 3 stig í þriðja neðsta sæti deildarinnar.



FH - Grótta 14-24 (4-12)

Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 5, Steinunn Snorradóttir 2, Aníta Mjöll Ægisdóttir 2, Elín Ósk Jóhannsdóttir 2, Sara Kristjánsdóttir 1, Arnheiður Guðmundsdóttir 1, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 1.

Mörk Gróttu: Laufey Ásta Guðmundsdóttir 5, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Guðný Hjaltadóttir 4, Anett Köbli 3, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 3, Eva Margrét Kristinsdóttir  1, Arndís María Erlingsdóttir 1, Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir 1, Lovísa Thompson 1.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×