Handbolti

Grótta skaust á toppinn með stórsigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anna Úrsúla skoraði sjö mörk í stórsigri Gróttu á Stjörnunni.
Anna Úrsúla skoraði sjö mörk í stórsigri Gróttu á Stjörnunni. vísir/ernir
Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í handbolta í dag.

Grótta vann stórsigur á Stjörnunni, 29-19, í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Gróttukonur komust þar með upp í efsta sæti deildarinnar en Fram getur endurheimt toppsætið með sigri á KA/Þór á eftir.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með sjö mörk en Karólína Bæhrenz Lárudóttir kom næst með sex mörk.

Sólveig Lára Kjærnested var atkvæðamest hjá Stjörnunni með fimm mörk.

Markaskorarar Gróttu:

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 6, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 5, Anett Köbli 4, Eva Björk Davíðsdóttir 4, Eva Margrét Kristinsdóttir 1, Arndís María Erlingsdóttir 1, Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir 1.

Markaskorarar Stjörnunnar:

Sólveig Lára Kjærnested 5, Helena Rut Örvarsdóttir 4, Nataly Sæunn Valencia 4, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Hanna Guðrún Stefándóttir 1, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 1.

Valskonur unnu góðan tveggja marka sigur, 23-21, á ÍBV í Vodafone-höllinni eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 13-14.

Sigurlaug Rúnarsdóttir var markahæst í liði Vals með fimm mörk en þrír leikmenn komu næstir með fjögur mörk.

Ester Óskarsdóttir skoraði átta mörk fyrir ÍBV en aðeins fimm leikmenn liðsins komust á blað í dag.

Valskonur eru nú með 14 stig í 6. sæti deildarinnar en Eyjakonur eru í því 4. með 18 stig.

Markaskorarar Vals:

Sigurlaug Rúnarsdóttir 5, Kristín Guðmundsdóttir 4, Morgan Marie Þorkelsdóttir 4, Bryndís Elín Wöhler 4, Marija Mugosa 3, Aðalheiður Hreinsdóttir 2, Kristín Bu 1.

Markaskorarar ÍBV:

Esther Óskarsdóttir 8, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Elín Anna Baldursdóttir 4, Vera Lopes 3, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 2.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×