Handbolti

Grótta sjötta Olís-deildarliðið inn í átta liða úrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Dagur Pálsson og félagar í Gróttu komust áfram í bikarnum í kvöld.
Aron Dagur Pálsson og félagar í Gróttu komust áfram í bikarnum í kvöld. Vísir/Vilhelm
Grótta átti ekki í miklum vandræðum með HK2 í sextán liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta í kvöld.

Grótta vann leikinn á endanum með ellefu marka mun eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 17-10.

Sex lið hafa nú tryggt sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar og spila þau öll í Olís-deild karla.

FH komst áfram í átta liða úrslitin fyrr í kvöld en áður höfðu Olís-deildar liðin Haukar, Valur, Fram og Afturelding tryggt að lið þeirra verði í pottinum þegar verður dregur í átta liða úrslitin.

Tveir leikir eru eftir í sextán liða úrslitunum en Víkingur tekur á móti Selfossi eftir viku og eftir tvær vikur tekur HK á móti Stjörnunni.  Það gætu því verið átta Olís-deildarlið í átta liða úrslitunum í ár.

Það kemur því endanlega í ljós fyrr en fimm dögum fyrir jól hvaða átta lið verða í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla í ár.



HK2 - Grótta 21-32 (10-17)

Mörk HK2: Hákon Hermannsson Bridde 5, Karl Gunnarsson 5, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3, Ragnar Hjaltested 2, Björn Þórsson Björnsson 2, Daníel Már Pálsson 2, Alexander Arnarsson 1, Már Þórarinsson 1.

Mörk Gróttu: Kristján Þór Karlsson 7, Finnur Ingi Stefánsson 6, Árni Benedikt Árnason 3, Aron Dagur Pálsson 3, Elvar Friðriksson 3, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Hlynur Rafn Guðmundsson 2, Hannes Grimm 2, Þórir Bjarni Traustason 1, Pétur Árni Hauksson 1, Vilhjálmur Geir Hauksson 1, Þráinn Orri Jónsson 1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×