Handbolti

Grótta heldur toppsætinu eftir ellefu marka sigur á ÍR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Grótta er á toppnum.
Grótta er á toppnum. vísir/valli
Grótta, Valur og HK unnu leiki sína í fjórtándu umferð Olís-deildar kvenna, en þremur leikjum er lokið í dag.

Flest lið eru að leika sína fyrstu leiki í deildinni síðan í nóvember, en hlé var gert á deildinni í desember. Einungis Fram og Valur höfðu spilað einn leik áður að þrettándu umferðinni kom.

Topplið Gróttu lenti í engum vandræðum með ÍR á heimavelli sínum á Seltjarnanesi í dag. Lokatölur urðu ellefu marka sigur Gróttu, 28-17, en þær leiddu 11-9 í hálfleik.

Eva Björk Davíðsdóttir var markahæst hjá Gróttu með átta mörk, en hjá ÍR var það Sólveig L'ara Kristjánsdóttir. Hún skoraði sjö. Grótta á toppnum með þriggja stiga forskot á ÍBV sem á þó leik til góða, en ÍR er í því ellefta.

Valur komst aftur á sigurbraut með stórsigri á Aftureldingu 38-24, en staðan í hálfleik var 17-11, Val í vil. Kristín Guðmundsdóttir og Íris Pétursdóttir Viborg voru markahæstar hjá Val með átta mörk.

Þóra María Sigurjónsdóttir og Telma Rut Frímannsdóttir gerðu fimm mörk hvor fyrir Aftureldingu, en Afturelding er á botninum með þrjú stig. Valur er í öðru með 22 stig. Fram og ÍBV eiga þó leik til góða, en þau mætast í Eyjum á morgun.

HK vann fjögurra marka sigur á Fjölni 26-22, en heimastúlkur í HK leiddu 15-13 í hálfleik. EMma Havin Sardarsdóttir skoraði sjö mörk fyrir HK, en Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði níu mörk.

HK hoppar upp að hlið Fjölnis í níunda til tíunda sæti deildarinnar, en liðin sitja þær bæði með átta stig eftir fjórtán umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×