Handbolti

Grótta hafði sigur eftir tvær framlengingar | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helena Rut Örvarsdóttir reynir að stoppa Sunnu Maríu Einarsdóttur.
Helena Rut Örvarsdóttir reynir að stoppa Sunnu Maríu Einarsdóttur. vísir/anton
Grótta vann eins marks sigur, 32-31, á Stjörnunni í tvíframlengdum leik Meistarakeppni HSÍ í kvöld. Leikið var í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Hertz-höllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.

Þessi sömu lið mættust bæði í úrslitum Olís-deildarinnar og úrslitum bikarkeppninnar á síðasta tímabili. Grótta vann úrslitaeinvígi liðanna 3-1 en Stjarnan tók bikarinn.

Leikurinn í kvöld var gríðarlega spennandi en staðan eftir venjulegan leiktíma var 25-25. Bæði lið skoruðu fjögur mörk í fyrstu framlengingunni en í þeirri seinni tókst Íslandsmeisturunum að knýja fram sigur.

Keppni í Olís-deild kvenna hefst um næstu helgi. Þá sækir Grótta ÍBV heim og Stjarnan fær Hauka í heimsókn.

Mörk Gróttu:

Lovísa Thompson 7, Unnur Ómarsdóttir 7, Sunna María Einarsdóttir 5, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 3, Emma Havin Sardardóttir 2, Edda Þórunn Þórarinsdóttir 2, Anna Katrín Stefánsdóttir 1.

Mörk Stjörnunnar:

Helena Rut Örvarsdóttir 12, Hanna G. Stefánsdóttir 7, Rakel Dögg Bragadóttir 3, Sólveig Lára Kjærnested 3, Stefanía Theodórsdóttir 3, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 2, Brynhildur Kjartansdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×