Sport

Gronkowski getur tvöfaldað launin sín

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rob Gronkowski er mikill sprelligosi.
Rob Gronkowski er mikill sprelligosi. vísir/getty
New England Patriots og innherjinn Rob Gronkowski hafa breytt samningi leikmannsins á þann hátt að hann geti orðið launahæsti innherji deildarinnar.

Gronk átti að fá 530 milljónir króna fyrir næsta vetur en ef hann sleppur nokkuð vel við meiðsli ætti hann að geta stungið rúmum milljarði króna í vasann.

Þá þarf hann að spila 90 prósent af tímabilinu, grípa 80 bolta og komast yfir 1.200 jarda. Sem og að komast í Stjörnuliðið en slíkt ætti nú að vera sjálfgefið með slíkar tölur.

Spili hann 80 prósent, grípi 70 bolta og fer yfir 1.000 jarda eða er með 12 snertimörk þá fara launin niður í 880 milljónir króna.

Gronkowski hefur verið mikið meiddur síðustu ár en það er mikið undir hjá honum að halda heilsu á næsta tímabili.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×