Grindvíkingar fullkomnuđu endurkomuna í uppbótartímanum

 
Íslenski boltinn
20:40 17. MARS 2017
Grindvíkingar fagna marki síđasta sumar.
Grindvíkingar fagna marki síđasta sumar. VÍSIR/HANNA

Grindvíkingar fóru burtu með öll þrjú stigin frá Eimskipsvellinum í Laugardalnum í kvöld eftir að hafa unnið 3-2 endurkomusigur á heimamönnum í Þrótti í Lengjubikar karla í fótbolta.

Þróttarar voru 2-1 yfir þegar fimmtán mínútur voru eftir gestirnir úr Grindavík jöfnuðu metin á 77. mínútu og tryggðu sér síðan sigur í uppbótartíma.

Bandaríkjamaðurinn William Daniels skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu uppbótartímans eftir að Alexander Veigar Þórarinsson hafði jafnað metin í 2-2 á 77. mínútu.

Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu strax á fimmtu mínútu en jafnaði fyrir Þrótt aðeins sex mínútum síðar. Aron Dagur Heiðarsson kom Þrótti í 2-1 á 67. mínútu og þannig var staðan þar til endurkoma Grindvíkinga hófst þrettán mínútum fyrir leikslok.

Lærisveinar Óla Stefáns Flóventssonar hjá Grindvík hafa þar með náð í 10 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum leikjum sínum og alls skorað í þeim 12 mörk eða þrjú mörk að meðaltali í leik. Þetta skilar liðinu í toppsæti 4 riðils á betri markatölu en Stjarnan.

William Daniels hefur skorað 4 mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í Lengjubikarnum í ár og Alexander Veigar Þórarinsson er með þrjú mörk.

Þróttur hefur tapað þremur af fjórum leikjum sínum og markatalan er sex mörk í mínus eða 6-12.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Grindvíkingar fullkomnuđu endurkomuna í uppbótartímanum
Fara efst