Viðskipti innlent

Grindvíkingar afþakka 62 metra háa vindmyllu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vindmylla.
Vindmylla. Vísir/Getty
Skipulags- og umhverfisnefnd Grindavíkurbæjar hafnaði á fundi sínum á dögunum erindi orkufyrirtækisins Biokraft um uppsetningu vindmyllu.

Forsvarsmenn Biokraft höfðu hug á að reisa vindmylluna við eyðibýlið Stað rétt utan við Grindavík. Mastur vindmyllunnar er 40 metrar, þvermál blaðahrings er 44 metrar og mun því mannvirkið ná um 62 metra hæð að því er segir í fundargerð nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd taldi mannvirkið ekki falla vel að þeirri náttúru sem væri í nágrenni Grindavíkur og hafnaði því erindinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×