Íslenski boltinn

Grindavík skaust upp úr fallsæti

Kristinn Páll Teitsson skrifar
HK náði aðeins stigi gegn KA á heimavelli.
HK náði aðeins stigi gegn KA á heimavelli. Vísir/Daníel
Grindavík skaust upp úr fallsæti með öruggum 3-0 sigri á BÍ/Bolungarvík á heimavelli í kvöld. Þá gerði HK jafntefli við KA í Kórnum.

Grindavík sat í 11. sæti fyrir leik kvöldsins með aðeins þrettán stig en náði sínum fjórða sigri á tímabilinu í kvöld. Góður tuttugu mínútna kafli gerði út um leikinn þar sem Alex Freyr Hilmarsson, Óli Baldur Bjarnason og Hákon ÍvarÓlafsson skoruðu mörk Grindvíkinga.

Í Kórnum gerðu HK og KA jafntefli og urðu af mikilvægum stigum í baráttunni um sæti í Pepsi-deildinni. Guðmundur Magnússon kom HK yfir snemma leiks með sínu fyrsta marki fyrir félagið en Gunnar Örvar Stefánsson jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.

Úrslit:

Grindavík 3-0 BÍ/Bolungarvík

HK 1-1 KA

Upplýsingar um markaskorara koma frá Urslit.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×