Lífið

Grínarar í lokaþætti Ísskápastríðsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Síðasti þátturinn af Ísskápastríðinu verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld en þá mæta grínararnir Jóhann Alfreð Kristinsson og Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, og fara á kostum í eldhúsinu.

Þættirnir hafa slegið í gegn í vetur en þetta er sá tíundi sem hefur verið á miðvikudagskvöldum á Stöð 2.

Í hverjum þætti fá Eva og Gummi til sín keppendur sem þau skipta með sér í lið. Keppnin gengur svo út á það að í byrjun fá þau að velja einn ísskáp af nokkrum mögulegum og í hverjum ísskáp er hráefni fyrir forrétt, aðalrétt og eftirrétt.

Keppendur og liðsstjórar þurfa svo að vinna innan ákveðins tímaramma til að töfra fram þrjá girnilega rétti. Að lokum fellur það í hlut dómaranna að velja sigurvegara kvöldsins. Dómararnir hafa verið meistarakokkarnir Siggi Hall og Hrefna Sætran.

Hér að neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×