Lífið

Grínaðist með að girða niður um Obama

Samúel Karl Ólason skrifar
Mel Brooks og Barack Obama.
Mel Brooks og Barack Obama. Vísir/Getty
Leikstjórinn og grínarinn víðfrægi, Mel Brooks, þóttist girða niður um Barack Obama, forseta Bandaríkjanna í gær. Það gerði Brooks þegar hann var að taka á móti National Medal of Arts verðlaununum frá forsetanum og uppskar hann mikinn hlátur viðstaddra.

Brooks sem 90 ára gamall tók við viðurkenningu fyrir störf sín í þágu lista frá forsetanum, en hann er hvað þekktastur fyrir kvikmyndirnar The Producers, Young Frankenstein og Spaceballs.

Lista yfir aðra sem fengu verðlaun má sjá á vef USA Today.

Atvikið má sjá hér að neðan og lengri útgáfu af verðlaunaathöfninni enn neðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×