Viðskipti erlent

Grikkir gera ráð fyrir samkomulagi í næstu viku

Atli Ísleifsson skrifar
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. Vísir/AFP
Efnahagsmálaráðherra Grikklands segist gera ráð fyrir að samkomulag náist við lánadrottna landsins í næstu viku.

George Stathakis segir í samtali við Skai TV að viðræður Grikkja við fulltrúa Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni skila sér í samkomulagi skömmu eftir páska.

Grísk stjórnvöld kynntu lista með umbótatillögum sínum í síðustu viku. Vilja þeir sýna fram á að þeir standist kröfur til að fá frekari lán til að forðast megi greiðslufall.

Í frétt Reuters kemur fram að á meðal tillagna Grikklandsstjórnar eru áform um frekari einkavæðingu ríkisfyrirtækja, að leigja út fjórtán smærri flugvelli og sölu á stærstu höfn landsins í Piraeus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×