Erlent

Gríðarstórar sprengingar í Taívan

Samúel Karl Ólason skrifar
Miklir eldar loga nú í borginni.
Miklir eldar loga nú í borginni. Vísir/AP
Að minnsta 15 manns létust og 228 slösuðust í fjölda gassprenginga í borginni Kaohsiung í Taívan fyrir skömmu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá munu fimm slökkviliðsmenn vera meðal látinna.

Á vef BBC segir að talið sé að leki í gasleiðslum hafi orsakað sprengingarnar. Myndir af vettvangi sýna stóra elda og stórskemmdir á götum borgarinnar.

Uppfært 21:15

Slökkvilið borgarinnar hafði fengið tilkynningar um gasleka áður en sprengingarnar urðu, á tveggja til þriggja ferkílómetra svæði.

Rafmagn fór af svæðinu og myrkur er, svo björgunarmönnum gengur erfiðlega að leita að slösuðu fólki í rústunum. Hundruðir hermanna og slökkviliðsmann frá nærliggjandi bæjum og borgum hafa verið kallaðir til aðstoðar.

Þá hafa íbúar verið beðnir um að halda sér heima.

Miklar skemmdir má sjá á götum borgarinnar.Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×