Innlent

Gríðarlegur stormur í Kína

Gunnar Valþórsson skrifar
Usagi fer mikinn í Kína -- vindhraðinn fór upp í 180 kílómetra á klukkustund.
Usagi fer mikinn í Kína -- vindhraðinn fór upp í 180 kílómetra á klukkustund.
Að minnsta kosti tuttugu og fimm er látnir eftir að fellibylurinn Usagi gekk á landi í Guangdong héraði í suðurhluta Kína í nótt.

Vindhraðinn fór upp í 180 kílómetra á klukkustund og slitnuðu tré upp með rótum og bílar feyktust af vegum í veðurofsanum. Flestir sem létust drukknuðu eða urður fyrir fjúkandi braki, að því er yfirvöld í Kína segja.

Þrjár og hálf milljón Kínverja hefur orðið fyrir barðinu á óveðrinu og eru allar samgöngur í lamasessi á svæðinu. Stormurinn gekk yfir Hong Kong í gærkvöldi en þar óttuðust menn gríðarlega mikið tjón enda útlit yfir að hann færi rakleitt í gegnum borgina. Að lokum fór það svo að borgin slapp við mesta veðurofsan og tjónir varð minna en óttast var í fyrstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×