Erlent

Gríðarlegur fjöldi dauðsfalla vegna byggingar á HM-völlum í Katar

Atli Ísleifsson skrifar
Samanburðurinn er sláandi.
Samanburðurinn er sláandi. Mynd/Channel 4
Að minnsta kosti 1.200 manns hafa látist við byggingu á nýjum knattspyrnuleikvöngum í Katar frá árinu 2010. Fyrirhugað er að leikvangarnir verði notaðir á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram í landinu árið 2022.

Mannréttindasamtök og verkalýðshreyfingar hafa fordæmt aðstöðu verkamannanna í Katar, sem flestir koma frá Nepal, Indlandi og Bangladess.

Samanburðurinn er sláandi.Mynd/Washington Post
Blaðamaður Washington Post hefur birt samanburð á dauðsföllum í tengslum við framkvæmdir í aðdraganda fyrri heimsmeistaramóta og ólympíuleika.

Er samanburðurinn vægast sagt sláandi.

Alþjóðasamök verkalýðsfélaga áætlar að allt að fjögur þúsund verkamenn muni að óbreyttu láta lífið vegna framkvæmdanna þar til að mótið verður sett að vetri til 2022.

Yfirvöld í Katar hafa heitið því að bæta aðstöðu þeirra. Þó hafa fréttir til að mynda borist af því að nepölskum farandverkamönnum hafi verið meinað að fara til heimalands síns í kjölfar jarðskjálftanna sem þar riðu yfir landið í lok apríl og maí.

Hér fyrir neðan má sjá grafíska framsetningu Channel 4 News á dauðsföllunum. Þar kemur meðal annars fram að nú þegar hafa 62 látið lífið fyrir hvern einasta leik sem haldinn verður á mótinu árið 2022.

The shocking death toll (so far) from Qatar's World Cup construction.It's way in excess of any other major recent sporting event...Watch more from Alex Thomson: https://www.youtube.com/watch?v=nCc_raw8cgI

Posted by Channel 4 News on Thursday, 28 May 2015
Hér fyrir neðan má sjá sjá frétt frá Washington Post þar sem farið er yfir spillingarmálið í FIFA síðustu daga.

Tengdar fréttir

Dýrasta íþróttamót sögunnar

Katarar ætla að eyða stjarnfræðilegum upphæðum í að byggja flottustu og tæknilegustu knattspyrnuleikvanga heims fyrir HM 2022. Mótið er líka umdeilt. Áfengi verður í boði í takmörkuðu magni og ekki er enn ljóst hvort samkynhneigðir fái að mæta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×