Lífið

Gríðarleg stemning í Viðey þegar FM957 hitaði upp fyrir Þjóðhátíð - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stemningin var svakaleg í Viðey. Nú styttist í Þjóðhátíð.
Stemningin var svakaleg í Viðey. Nú styttist í Þjóðhátíð.
Nú er rétt um mánuður þar til Þjóðhátíð verður sett í Vestmannaeyjum og að því tilefni hitaði FM957, í samstarfi við Tuborg og Hamborgarafabrikkuna, upp fyrir Þjóðhátíð í Viðey.

Gríðarleg stemmning var í eynni og komust færra að en vildu en rúmlega tvö þúsund manns reyndu að komast yfir miða en einungis 200 manns var boðið. Tekin voru öll þekktustu Eyjalögin en fram komu, Hreimur, Ingó Sverrir Bergmann, Egill Einarsson og Óli Geir og fleiri.

Eins og sjá má að þessum myndum, sem Daníel Þór Ágústsson tók í Viðey, var gríðarlega góð stemmning og ljóst að eftirvæntingin fyrir Þjóðhátíð er mikil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×