Erlent

Gríðarleg öryggisgæsla vegna loftslagsráðstefnu í París

Heimir Már Pétursson skrifar

Gríðarleg öryggisgæsla er í París þar sem loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst á morgun. Von er á hundrað fjörtíu og sjö þjóðarleiðtogum til borgarinnar og miklar vonir eru bundnar við að sá árangur náist að gróðurhúsaáhrifunum verði snúið við.

Þegar 147 þjóðarleiðtogar heims ásamt um 40 þúsund ráðstefnufulltrúum og öðrum gestum koma til loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París á morgun er aðeins liðinn um hálfur mánuður frá hryðjuverkunum í borginni. Parísarbúar láta ekki hryðjuverki hafa áhrif á sig þótt öryggisgæslan sé gífurleg.

Til dæmis komu tíu þúsund íbúar borgarinnar saman í dag fyrir framan ráðstefnustaðinn og mynduðu mannlega keðju í kring um hann. Íbúar hvetja þjóðarleiðtoga til raunverulegra aðgerða í loftslagsmálum.

Mikill fjöldi fólks sem lætur sig heilsufar jarðar varða er kominn til Parísar. meðal þeirra eru frumbyggjar Bandaríkjanna sem hylltu náttúruna á götum borgarinnar í dag.

Ban Ki Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kom til Parísar í dag og tók Hollande Frakklandsforseti á móti honum í forsetahöllinni. Frökkum er mikið í mun að árangur náist í París, ólíkt því sem gerðist í Kaupmannahöfn árið 2009. Þjóðarleiðtogar funda á morgun en eftir það stýra einstakir ráðherrar sendinefndum sínum þar til ráðstefnunni lýkur hinn 11. desember.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×