Íslenski boltinn

Grétar yfirgefur Stjörnuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Grétar í leik gegn sínum gömlu félögum í KR.
Grétar í leik gegn sínum gömlu félögum í KR. vísir/vilhelm
Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Grétar kom til Stjörnunnar frá KR fyrir síðasta tímabil. Grétar lék 15 leiki með Stjörnunni í Pepsi-deildinni í sumar og skoraði eitt mark.

Grétar segist ekki vera hættur að spila og ætlar að finna sér nýtt lið, helst í Pepsi-deildinni.

„Ég fer í smá frí núna, lið eru að ganga frá þjálfaramálum núna og þetta kemur allt saman, ég er ekki að stressa mig á hlutunum en mig langar að halda áfram að spila á meðan það er gaman,“ sagði Grétar við Fótbolta.net.

Grétar, sem er 34 ára, hefur alls leikið 244 leiki í efstu deild með KR, Val, Víkingi R. og Stjörnunni og skorað 26 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×