Innlent

Grétar Mar: Krefst upplýsinga um fjáröflunarnefnd

Grétar Mar.
Grétar Mar.

„Ég vil bara að Guðlaugur segi satt og rétt frá," segir Grétar Mar, þingmaður Frjálslynda flokksins en hann gerir kröfu um að Guðlaugur eða formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, upplýsi hverjir voru í fjáröflunarnefnd flokksins. Það er að segja, hverjir fengu þessa umdeildu styrki.

„Ef þeir upplýsa ekki um þetta þá ættu þessir menn hreinlega að segja af sér," segir Grétar og dregur hvergi af. Hann segir það mikilvægt fyrir almenning að vita hverjir það voru sem áttu samskipti við forsvarsmenn FL Group, sem styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir, og svo Landsbankann, sem styrkti flokkinn um 25 milljónir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×