Körfubolti

Grétar Ingi: Ef vörnin smellur getum við gert góða hluti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Fyrsta umferð úrslitakeppninnar í körfubolta heldur áfram í kvöld. Tindastóll (2) tekur á móti Þór Þorlákshöfn (7) á Sauðárkróki.

„Þetta verður hörkubarátta eins og flestar aðrar viðureignir. Deildin er jöfn og ég held okkur eiga séns eins og alla hina,“ segir Grétar Ingi Erlendsson, miðherji Þórs Þorlákshafnar, við Vísi.

Stólarnir hafa verið lang næstbestir í vetur en Grétar hefur fulla trú á að sínir menn geti komist áfram.

„Verður maður ekki að trúa? Maður er í þessu til að vinna og ef maður hefði ekki háleit markmið væri maður bara útbrunninn,“ segir hann, en hvernig hentar Tindastóls-liðið þeim?

„Hentar og hentar ekki. Við erum búnir að vinna einn á móti Tindastóli og tapa einum. Þetta verður jafnt einvígi.“

„Við verðum bara að spila vörn. Við erum búnir að sýna að við erum hörkusóknarlið í vetur en ekki alveg verið að sýna varnartakta. Ef það smellur getum við gert allskonar hluti,“ segir Grétar Ingi Erlendsson.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×