Íslenski boltinn

Grétar hættur í Þrótti: „Keflavík og Fylkir gerðu það sem þurfti en ekki við"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, knattspyrnumaður, tilkynnti í gær að hann væri hættur hjá Þrótti í Inkasso-deild karla. Hann segir að kaflaskilin hafi orðið í félagsskiptaglugganum í fyrra.

„Það er ekkert flókið mál. Ég tók ákvörðun að fara í Þrótt þegar það kom ekki til greina að fara í fyrstu deildina, en mér leist bara vel á það sem Gregg (Ryder, þjálfari) og stjórnin voru að fara gera,” sagði Grétar í Akraborginni í dag.

„Ég kýldi á það og taka eitt í ár að koma liðinu upp og taka lokaárið í Pepsi-deildinni. Það var tveggja ára plan og þetta gekk vel, en við vorum í fyrsta til þriðja sæti allt tímabilið.”

Hann segir að það hafi dregið til tíðinda í félagsskiptaglugganum síðasta sumar og má skynja á orðum Grétars að hann hafi verið ósáttur að liðið hafi ekki styrkt sig meira.

„Keflavík og Fylkir gerðu það sem til þurfti til þess að fara upp. Þau fengu sitt hvorn sterka leikmanninn og það skildi liðin að. Keflavík fór þá aftur á ferð og Fylkir voru betri en við.”

„Á endanum munaði þessum nokkru stigum. Þeir gerðu það sem til þurfti á meðan við gerðum það ekki. Eftir tímabilið þá vildi ég skoða málin og hvort ég ætti að halda áfram í Þrótti eða mögulega hætta.”

„Ég var alltaf að hugsa og með þetta í huga. Núna er undirbúningstímabilið á fullu núna og ég endaði að taka þá ákvörðun að þetta var ekki eitthvað sem ég væri tilbúinn að gera.”

Nánar var rætt við hann í Akraborginni sem má heyra í glugganum hér ofar í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×