Innlent

Greta Salóme í bílslysi

Samúel Karl Ólason skrifar
Greta Salóme
Greta Salóme Vísir/Anton
Tónlistarkonan Greta Salóme lenti í bílslysi í nótt og þakkar hún bílbeltinu fyrir að vera á lífi. „Sætisbeltin bjarga lífum. Ég væri ekki að skrifa þetta núna ef ekki hefði verið fyrir þær þrjár sekúndur sem það tók mig að spenna á mig beltið í gærkvöldi.“

Þetta skrifar hún á Facebook síðu sína í dag. Þar segist hún vera þakklát fyrir að vera á lífi eftir að hafa verið á sjúkrahúsi í Orlandi í tíu tíma. Samkvæmt RÚV dvelur Greta í Bandaríkjunum þar sem hún vinnur við að syngja og skemmta farþegum skemmtiferðaskipa Disney.

„Við lentum í frekar slæmu slysi í gær en á ótrúlegan hátt sluppum við með tiltölulega lítilvæg meiðsl en gjörónýtan bíl. Enginn hefði getað gengið frá þessu slysi án sætisbeltanna.“





Seat belts save lives! Would not be writing this right now if it were´t for those three seconds it took for me to put on...

Posted by Greta Salóme on Saturday, October 3, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×