FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 06:00

Minn tími mun koma

SPORT

Greinargerđin svo afdráttarlaus ađ ekki var talin ástćđa til ađ vísa málinu til ríkissaksóknara

 
Innlent
18:00 14. JANÚAR 2016
Jón H.B. Snorrason segir ađ engin ástćđa hafi veriđ til ţess ađ efast um greinargerđ Karls Steinars ţrátt fyrir náiđ samstarf viđ fulltrúans sem til skođunar var. Greinargerđin hafi veriđ ţađ afdráttarlaus.
Jón H.B. Snorrason segir ađ engin ástćđa hafi veriđ til ţess ađ efast um greinargerđ Karls Steinars ţrátt fyrir náiđ samstarf viđ fulltrúans sem til skođunar var. Greinargerđin hafi veriđ ţađ afdráttarlaus. VÍSIR/E.ÓL.

Niðurstaða athugunar Karls Steinars Valssonar á alvarlegum ásökunum í garð hans nánasta undirmanns var nóg til þess að yfirmenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu töldu ekki ástæðu til að fá óháða úttekt á starfsháttum lögreglufulltrúans.

Í svari Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að niðurstaða Karls Steinars hafi verið afdráttarlaus hvað þetta varði.

Eins og Vísir hefur fjallað um fullyrti Karl Steinar við undirmenn sína, þegar ásakanir höfðu verið háværar árið 2011 og 2012, að rannsókn á ásökununum hefði farið fram. Þær hefðu ekki reynst á rökum reistar. Menn ættu að hætta að ræða þær og einbeita sér að vinnu sinni. Nú liggur fyrir að aldrei fór fram rannsókn heldur aðeins athugun Karls Steinars sjálfs á ásökununum.

Héraðssaksóknari tók mál lögreglufulltrúans til rannsóknar á mánudaginn. Honum var vísað frá störfum, tímabundið í dag á meðan málið er til rannsóknar. Til skoðunar eru bæði ásakanir á hendur honum árin fyrir fund Karls Steinars með undirmönnum og árin eftir.


Niđurstađa athugunar Karls Steinars var ađ engin ástćđa vćri til ađ vantrausta lögreglufulltrúanum.
Niđurstađa athugunar Karls Steinars var ađ engin ástćđa vćri til ađ vantrausta lögreglufulltrúanum. VÍSIR/ERNIR

Engin ástæða til að vantrausts
Karl Steinar var yfirmaður lögreglufulltrúans og unnu þeir afar náið saman. Í tíð Karls Steinars sem yfirmanns fíkniefnadeildar komst umræddur lögreglufulltrúi í þá einstöku stöðu að vera bæði yfirmaður í upplýsingadeild lögreglu og fíkniefnadeildinni á sama tíma.

Þannig var hann beggja vegna borðsins, fékk upplýsingar inn á borð til sín og gat metið hverju sinni hvað þætti tilefni til að fara með lengra og hvað ekki. Fyrirkomulagið þekkist ekki í nágrannalöndum okkar og er gagnrýnisvert.

Í skriflegu svari Jóns H.B. til Vísis vitnar hann beint í greinargerð Karls Steinars frá því í febrúar 2012:

„...það sé ekkert sem renni stoðum undir sögusagnir um að lögreglufulltrúi sem um ræðir fari ekki að reglum og fyrirmælum og það sé alls engin ástæða til þess að vantreysta honum í því starfi sem hann gegndi“ 

Jón segir að ekkert tilefni hafi verið til þess að yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu færi með málið lengra, t.d. að mælast til þess við ríkissaksóknara að fram færi lögreglurannsókn þar sem ekki hafi legið fyrir grunur um refsiverða háttsemi. 


Ţrátt fyrir ítrekađar og áralangar ásakanir á hendur fulltrúanum hefur mál hans aldrei hlotiđ formlega rannsókn, fyrr en nú.
Ţrátt fyrir ítrekađar og áralangar ásakanir á hendur fulltrúanum hefur mál hans aldrei hlotiđ formlega rannsókn, fyrr en nú. VÍSIR/GVA

Engar haldbærar upplýsingar
Jón segir í samtali við Vísi að í ásökunum þeim sem Karl Steinar hafði til skoðunar hafi ekki verið að finna upplýsingar eða vísbendingar um refsiverða háttsemi.

Ýmsar sögusagnir hafi verið en engar haldbærar upplýsingar. Hefði svo verið hefði málið ekki farið í neina athugun heldur beint til ríkissaksóknara.

„Karl var ekki að vinna með neitt annað en það sem var hér á sveimi. Hann var ekki með neinar kærur eða skýrslur eða skjalfestar upplýsingar um refsiverða háttsemi. Það voru sögusagnir um að maðurinn væri ekki traustins verður en þær sögusagnir voru um atriði sem ekki var hægt að festa hendi á.“


Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagđi viđ Vísi í morgun ađ yfirmenn yrđu ađ svara spurningum fjölmiđla vegna greinargerđar Karls Steinars.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagđi viđ Vísi í morgun ađ yfirmenn yrđu ađ svara spurningum fjölmiđla vegna greinargerđar Karls Steinars. VÍSIR/GVA

Eðlilegt að næsti yfirmaður framkvæmi athugun
Fyrir liggur að samband Karls Steinars og lögreglufulltrúans var afar gott og náið. Má því velta fyrir sér hvort eðlilegt sé að hann sjái sjálfur um athugun á starfsháttum náins undirmanns.

„Það er þetta sem að gerist í starfsemi, að yfirmenn manna skoða þá frá degi til dags, og meta hvort eithvað sé athugavert. Það er eiginlega ekki hægt að fara með þetta í neinn annan farveg,“ segir Jón. Það er mjög eðlilegt að hann reyni að átta sig á þessu. Sú skoðun þurfi að gerast innanhúss og meta stöðuna.

Hvort yfirstjórn lögreglu hefði ekki þurft að meta greinargerð Karls Steinars að einhverju leyti út frá því hve náið þeirra samstarf var segir Jón greinargerðina hafa verið það afdráttarlausa að ekki hafi verið tilefni til þess.

Jón minnir á að rannsókn lögreglufulltrúans sé nýhafin og enginn dómur sé fallinn í málinu.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þegar Karl Steinar skilaði greinargerð sinni og núverandi formaður velferðasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi ekki vera í stöðu til að tjá sig um málið. Hann vísar til svara Jóns H.B. sem hann hafi ekki ástæðu til að véfengja.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Greinargerđin svo afdráttarlaus ađ ekki var talin ástćđa til ađ vísa málinu til ríkissaksóknara
Fara efst