FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 23:48

Segja bréf May fela í sér hótanir

FRÉTTIR

Greiđsluseđill sendur á alla íbúa Keflavíkur

 
Körfubolti
13:00 16. MARS 2017
Bandaríkjamađurinn Amin Stevens hefur veriđ einn besti leikmađur Domino's-deildar karla í vetur.
Bandaríkjamađurinn Amin Stevens hefur veriđ einn besti leikmađur Domino's-deildar karla í vetur. VÍSIR/ANTON

Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur leitað eftir stuðningi íbúa við starf deildarinnar með því að senda greiðsluseðil upp á 2000 krónur á hvern íbúa Keflavíkur.

Frá þessu er greint á heimasíðu Keflavíkur og fjallað um á vef Víkurfrétta.

Fram kemur í yfirlýsingu Ingva Þór Hákonarsonar, formanns körfuknattleiksdeildarinnar, að um að valgreiðslu sé að ræða og að kvittun fyrir greiðslunni gildi einnig sem aðgöngumiði á heimaleik Keflavíkur.

Ingvi segir að deildin hafi verið endurskipulögð síðustu tvö árin en að það sé kostnaðarsamt. Rekstur hennar hafi þó gengið vel en „betur má ef duga skal,“ segir hann.

Keflavík er komið í 8-liða úrslit Domino's-deildar karla og leikur gegn Tindastóli. Kvennalið félagsins er í öðru sæti Domino's-deildar kvenna sem stendur.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Greiđsluseđill sendur á alla íbúa Keflavíkur
Fara efst