Innlent

Loks hægt að borga með síma í strætó

Stefán Árni Pálsson skrifar
Reynir Jónsson, framkvæmdarstjóri Strætó.
Reynir Jónsson, framkvæmdarstjóri Strætó. visir/stefán
„Við erum með greiðsluappið í prófunum og forritun er í raun lokið,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó.

Strætó bs. hefur ákveðið að innleiða nýtt greiðslukerfi sem gerir farþegum kleift að greiða fargjaldið í gegnum smáforrit í snjallsímanum sínum. Verður forritið bæði aðgengilegt android og iPhone notendum.

„Núna erum við að þróa kerfið og prufukeyra ákveðinn bakendabúnað. Það dregur nær í þessum málum og það kæmi mér á óvart ef þetta væri ekki komið í gagnið í þessum mánuði.“

Reynir segir að verið sé að uppfæri núverandi app og með nýjustu uppfærslunni mun bætast við greiðslumöguleiki.

„Viðskiptavinir eiga eftir að geta staðgreitt miðann á 350 krónur í gegnum appið en í bili verður ekki hægt að kaupa afsláttarkort.“

Til að byrja með munu farþegar greiða með appinu og einfaldlega sýna vagnstjóranum að greiðslan hafi farið í gegn. Appið verður því tengt við kreditkort.


Tengdar fréttir

Hægt að borga í strætó með símanum

Viðskiptavinir Strætó losna við klinkið á árinu segir upplýsingafulltrúi Strætó þegar hægt verður að greiða fargjaldið með símanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×