Innlent

Greiddu 121,6 milljónir í sykurskatt á sextán mánuðum

Atli Ísleifsson skrifar
Upplýsingar tollstjóra ná til samtals ellefu aðila sem störfuðu í mjólkuriðnaði á Íslandi.
Upplýsingar tollstjóra ná til samtals ellefu aðila sem störfuðu í mjólkuriðnaði á Íslandi. Vísir/Vilhelm
Aðilar í mjólkuriðnaði greiddu 121,6 milljónir króna í svokallaðan sykurskatt á sextán mánaða tímabili, frá 1. mars 2013 til 1. júlí 2014. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingar.

„Samkvæmt upplýsingum frá embætti tollstjóra, sem annast álagningu almennra vörugjalda, greiddu aðilar í mjólkuriðnaði 121,6 millj. kr. í vörugjöld í flokkum XA, XB, X1 og X2 á tímabilinu frá 1. mars 2013 til 1. júlí 2014. Um er að ræða magngjöld á kílógramm eða lítra, mishá eftir tollskrárnúmerum,“ segir í svarinu.

Upplýsingar tollstjóra ná til samtals ellefu aðila sem störfuðu í mjólkuriðnaði á Íslandi á þessu tímabili, þar með talið þeirra sem eru stærstir á markaðnum.

Svokallaður sykurskattur er lagður á matvæli sem falla undir A- og B-lið í viðauka I við lög nr. 97/1987, um vörugjald. „Frá 1. mars 2013 hefur innflytjendum þessara matvæla verið heimilt að tilgreina á tollskýrslu þyngd viðbætts sykurs eða sætuefnis í vöru mælda í kílógrömmum eða grömmum og greiða vörugjald í samræmi við þá þyngd, sbr. lög nr. 156/2012.“

Sjá má skiptingu sykurskatts á fyrirtækin eftir gjaldtegundum í töflu í svarinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×