Erlent

Greiða atkvæði um vantraust gegn Corbyn á morgun

atli ísleifsson skrifar
Jeremy Corbyn tók við formannsembættinu í september síðastliðinn.
Jeremy Corbyn tók við formannsembættinu í september síðastliðinn. Vísir/AFP
Tom Watson, varaformaður breska Verkamannaflokksins, segir að Jeremy Corbyn, formaður flokksins, hafi ekkert umboð frá þingmönnum flokksins og margir vilji fá annan til að leiða flokkinn.

Margir flokksmenn eru óánægðir með framgöngu Corbyn í aðdraganga Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunnar og segja hann hafa brugðist.

Watson og Corbyn áttu fund í dag í kjölfar röð afsagna skuggaráðherra flokksins, en 23 af 31 skuggaráðherrum flokksins hafa sagt af sér á síðustu 36 klukkustundum.

Corbyn var kjörinn formaður flokksins með miklum meirihluta í september síðastliðinn eftir að Ed Miliband sagði af sér í kjölfar ósigurs Verkamannaflokksins í bresku þingkosningunum.

Þingmenn flokksins munu greiða atkvæði um vantraust gegn Corbyn á fundi á morgun, en atkvæðagreiðslan er þó ekki bindandi.

Corbyn hefur sagst vilja halda áfram sem formaður flokksins.


Tengdar fréttir

Reyna að koma í veg fyrir Brexit

Milljónir Breta krefjast annarra kosninga um áframhaldandi viðveru Bretlands í Evrópusambandinu. Æðsti ráðherra Skotlands íhugar að beita neitunarvaldi gegn Brexit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×