Erlent

Greiða 740 milljónir vegna rússíbanaslyss

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá björgunaraðgerðum á slysstað.
Frá björgunaraðgerðum á slysstað. MYND/WEST MIDLAND AMBULANCE SERVICE
Rekstraraðila breska skemmtigarðsins Alton Towers, Merlin, hefur verið gert að greiða fimm milljónir punda, eða ríflega 740 milljónir íslenskra króna, í bætur vegna rússíbanaslyss í garðinum í júní í fyrra. Sextán slösuðust þegar tveir vagnar rússíbanans skullu saman, þar af tvær táningsstúlkur sem báðar misstu fótlegg.

Forsvarsmenn Merlin fullyrtu í fyrstu að um hafi verið að ræða mannleg mistök, en síðar viðurkenndu þeir að öryggisreglur hafi verið brotnar.

Dómari í málinu sagði við uppkvaðningu dómsins í morgun að vel hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið. Heppni hafi ráðið því að enginn hafi látið lífið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×