Körfubolti

Green fær ekki leikbann fyrir pungsparkið | Myndband

Tómas Þórðarson skrifar
Sparkið umtalaða.
Sparkið umtalaða.
Draymond Green, miðherji NBA-meistara Golden State Warriors, sleppur við leikbann þrátt fyrir að sparka í punginn á Steven Adams, miðherji Oklahoma City Thunder, í þriðja leik liðanna í lokaúrslitum vesturdeildarinnar.

Green lét vaða í fermingabróðurinn og kúlurnar á Adam í þriðja leik liðanna sem Oklahoma City vann örugglega og bjuggust margir við því að hann færi í bann og yrði ekki með í fjórða leiknum í nótt.

Dómararnir dæmdu ásetningsvillu af fyrstu gráðu en NBA-deildin ákvað að hækka hana upp í aðra gráðu og sekta Green um 25.000 dali. Aftur á móti sleppur hann við leikbann sem fyrr segir.

Green hefur nú fengið dæmdar á sig þrjár ásetningsvillur í úrslitakeppninni og fái hann eina í viðbót fer hann sjálfkrafa í bann. Hann og Bismack Biyombo, leikmaður Toronto Raptors, hafa báðir fengið þrjár slíkar villur í úrslitakeppninni.

Þetta eru góð tíðindi fyrir Golden State sem er í erfiðri stöðu í einvíginu gegn Oklahoma City. Liðið er nokkuð óvænt 2-1 undir eftir þrjá leiki en liðin mætast í fjórða leiknum í nótt klukkan eitt eftir miðnætti.

Atvikið má sjá hér að neðan en þar ræða blaðamennirnir Michael Wilbon og Marc Stein um atvikið fyrir ESPN.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×