Íslenski boltinn

Gras eða gervigras? Gaupi kannaði málið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var mikil umræða á Twitter um gras og gervigras eftir fyrstu umferðina í Pepsi-deild karla.

Sumir vellir einfaldlega ekki tilbúnir og slæmt ástand KR-vallarins kom í veg fyrir að hægt væri að spila eðlilegan fótbolta í leik KR og Víkings. Völlurinn var ekki boðlegur.

Sumir segja að eina leiðin sé að bjóða upp á gervigras. Þá séu vellirnir alltaf í toppstandi og hægt að lengja tímabilið.

Knattspyrnuþjálfarinn Kristján Guðmundsson er ekki sammála þeim sem vilja gervigrasvæða. Segir að það þurfi frekar að hugsa betur um grasið.

Sjá má þessa úttekt Guðjóns Guðmundssonar hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×