Enski boltinn

Granit Xhaka að skrifa undir hjá Arsenal | Myndaður í treyjunni

Xhaka í einum af seinustu leikjum sínum fyrir Mönchengladbach.
Xhaka í einum af seinustu leikjum sínum fyrir Mönchengladbach. Vísir/Getty
Það lítur allt út fyrir að félagsskipti svissneska miðjumannsins Granit Xhaka frá Borussia Mönchengladbach til Arsenal verði staðfest í dag en leikmaðurinn var myndaður í treyju Arsenal á æfingarsvæði liðsins í dag.

Xhaka sem var í dag valinn í úrvalslið tímabilsins í þýsku úrvalsdeildinni hefur verið á mála hjá Mönchengladbach í fjögur ár eftir tvö ár hjá svissneska liðinu Basel.

Miðjumaðurinn hefur lengi verið orðaður við Arsenal og er talið að Skytturnar greiði 35 milljónir punda en hann verður með því næst dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins á eftir Mesut Özil.

Myndir af Xhaka í treyju Arsenal má sjá hér fyrir neðan en stuðningsmenn liðsins þurfa varla að hafa áhyggjur af því að hann skrifi undir hjá félaginu síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×