Fótbolti

Grand Bodö tapar ekki með Gunnhildi innanborðs - frábær sigur í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Vísir/Daníel
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og félagar í Grand Bodö unnu gríðarlega mikilvægan og jafnframt óvæntan sigur á Kolbotn í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Kolbotn er í 5. sæti í deildinni og sex sætum ofar en Grand Bodö liðið sem er að berjast fyrir lífi sínu. Grand Bodö vann leikinn 1-0 og fagnaði þar með sínum fyrsta sigri í deildinni í ár.

Gunnhildur Yrsa var að spila sinn fjórða deildarleik með Grand Bodö og liðið hefur ekki tapað með hana innanborðs. Grand Bodö gerði jafntefli þremur fyrstu leikjum hennar og vann síðan langþráðan sigur í dag.

Grand Bodö var búið að tapa fimm leikjum í röð með markatölunni 1-29 þegar Gunnhildur Yrsa kom til liðsins frá Arna Björnar en hún var að ná sér eftir krossbandaslit í fyrra.

Gunnhildur Yrsa spilaði allan leikinn á miðjunni en sigurmarkið skoraði Anne-Marthe Birkeland eftir hornspyrnu á 40. mínútu leiksins.

Grand Bodö er með 7 stig í 11. sæti, sjö stigum á eftir Medkila sem situr í næsta sæti fyirr ofan. Liðið í 11. sæti fer í umspil um sæti í deildinni en neðsta liðið (12. sæti) fellur beint.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×