Innlent

Grafa upp leifar Lækjarkots

Stefán rafn Sigurbjörnsson skrifar
Lækjarkot er fyrsta húsið á svæðinu á eftir Dómkirkjunni.
Lækjarkot er fyrsta húsið á svæðinu á eftir Dómkirkjunni. Fréttablaðið/GVA
„Við byrjuðum uppgröft á mánudaginn og verðum hér í rúmar fjórar vikur,“ sagði Lísabet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur, sem stýrir fornleifauppgreftri við Lækjargötu um þessar mundir.

Framkvæmdir munu eiga sér stað á reitnum en þar á að rísa hótel. „Það var vitað að á staðnum var hús kallað Lækjarkot. Það var reist árið 1799 og var torfhús. Þetta var fyrsta býlið á staðnum fyrir utan dómkirkjuna,“ sagði Lísabet. „Húsið var svo rifið árið 1887 og þá var reist þar timburhús sem var smiðja og geymsla.“

Lísabet segir uppgröftinn hafa gengið vel, þau hafi sloppið vel með veður en vonast til að sólin skíni á þau næstu vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×