Innlent

Grænt ljós á pípurnar úr Hverahlíð

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ein af sex vélum Hellisheiðarvirkjunar mun fá orku úr Hverahlíð.
Ein af sex vélum Hellisheiðarvirkjunar mun fá orku úr Hverahlíð. Fréttablaðið/GVA
„Af sex holum sem boraðar hafa verið við Hverahlíð eru fjórar vinnsluhæfar og gefa gufu sem er fyrir um það bil eina vél í Hellisheiðavirkjun,“ segir í samþykkt sveitarstjórnar Ölfuss sem hefur gefið Orkuveitunni leyfi fyrir framkvæmdum í Hverahlíð.

Framleiðslan í Hellisheiðarvirkjun hefur verið undir væntingum og bregður því Orkuveitan á það ráð að flytja gufu að virkjuninni ofan úr Hverahlíð.

„Lagðar verða tvær flutningsæðar, gufulögn og skiljuvatnslögn frá Hverahlíð til Hellisheiðavirkjunar,“ segir í samþykkt sveitarstjórnarinar. Þar kemur fram að gufulögnin og skiljuvatnslögnin verði lagðar að mestu á yfirborði rúman einn kílómetra til norðurs frá skiljustöðinni. Lagnirnar verði í stokk í gegnum ás sunnan þjóðvegar og undir Suðurlandsveg. Þaðan á yfirborði meðfram Gígahnúksvegi inn á iðnaðarsvæði Hellisheiðarvirkjunar fyrir norðan Gígahnúk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×