Lífið

Grænlenskar heimildar- og stuttmyndir

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Í dag hefst Greenlend Eyes International Film Festival, grænlensk kvikmyndahátíð, í Norræna húsinu. Leiknar myndir, heimildarmyndir og stuttmyndir eru á dagskrá og allar myndirnar eiga það sameiginlegt að fjalla um Grænland. Hátíðin verður sett með sýningu myndarinnar Nuummioq eftir Otto Rosing og Torben Beck.

Nuummioq er dramamynd frá 2009 en titill myndarinnar þýðir „Maður frá Nuuk“. Myndin fjallar um Malik, 35 ára verkamann frá Nuuk, sem finnur ástina í lífi sínu á sama tíma og hann greinist með krabbamein. Hann þarf að velja á milli þess að fara til Danmerkur og fá læknishjálp eða vera eftir á Grænlandi með ástinni sinni, Nivi.

Hátíðinni lýkur 4. nóvember með sýningu á myndinni Souls in a Room (The Making of an Album) og tónleikum með Nive Nielsen and the Deer Children og Samaris. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×