Erlent

Græddu getnaðarlim og pung á mann í fyrsta skipti

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Hluti skurðlæknahópsins í Johns Hopkins Háskólanum sem tók þátt í aðgerðinni.
Hluti skurðlæknahópsins í Johns Hopkins Háskólanum sem tók þátt í aðgerðinni. Vísir/AFP
Skurðlæknum í Bandaríkjunum tókst í lok síðasta mánaðar að græða getnaðarlim og pung á mann en þetta er fyrsta aðgerðin af þessum toga sem framkvæmd hefur verið. BBC greinir frá. 

Læknarnir gerðu aðgerðina á bandarískum hermanni sem særðist í sprenginu í Afganistan. Ellefu læknar tóku þátt í aðgerðinni sem fór fram 26. mars og tók rúmlega ellefu klukkustundir.

Notaður var getnaðarlimur, pungur og hluti kviðarhols af látnum líffæragjafa. Maðurinn á að geta stundað kynlíf aftur eftir einhvern tíma. Hann fékk þó ekki eistu líffæragjafans af siðferðilegum ástæðum.

Skurðlæknarnir segja að maðurinn verði búinn að ná sér að fullu eftir sex til tólf mánuði. Þá segir Dr. Rick Redett, sem tók þátt í aðgerðinni, að hann sé á batavegi og búist sé við því að hann verði útskrifaður af spítalanum í þessari viku.

Læknateymið hefur í kjölfarið samþykkt um sextíu lim- og pungígræðslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×