FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 14:00

Get gert fullt af hlutum miklu betur

SPORT

Gourmet naut á grilliđ ađ hćtti Eyţórs

 
Matur
15:00 03. ÁGÚST 2015
Gourmet naut á grilliđ ađ hćtti Eyţórs
VÍSIR/STÖĐ 2
Eyţór Rúnarsson skrifar

Nautastrimlar með girnilegu salati sem meðlæti og hindberja-vinagrette.

Grillaðir nautastrimlar

Uppskrift fyrir 4

400 g nautafilet (fullhreinsað)
100 ml appelsínusafi
100 ml ólífuolía
1 tsk. fínt salt
½ hvítlauksgeiri

Skerið kjötið í 100 gramma steikur og berjið það með kjöthamri þar til það er orðið 5 mm að þykkt. Setjið appelsínusafann og olíuna saman í matvinnsluvél og vinnið saman í 1 mín.
Hellið blöndunni yfir kjötið og látið kjötið standa í 1-2 tíma. Setjið kjötið á heitt grillið og grillið í um 1,5 mín á hvorri hlið. Takið af grillinu og setjið álpappír yfir og látið standa í 10 mín.

Hindberja-vinaigrette
100 ml ólífuolía
100 g frosin hindber
2 msk. balsamik-edik
2 msk. hlynsíróp

Setjið allt hráefnið í blandara og blandið vel saman.

Meðlæti
1 stk. gráðaostur
1 stk. rauðlaukur (skrældur)
½ stk. grasker
½ stk. hunangsmelóna
50 ml ólífuolía
1 msk. hvítlauksduft
1 tsk. cayenne-pipar
1 box baunaspírur

Skerið rauðlaukinn í tvennt og graskerið í 5 mm þykkar sneiðar og setjið í skál með þurrkryddunum og ólífuolíunni. Blandið öllu saman og kryddið með salti og pipar og látið standa í 2 tíma.

Setjið á heitt grillið og grillið í 4 mín. á hvorri hlið eða þar til hvort tveggja er eldað í gegn. Skrælið og skerið melónuna í stóra kubba og myljið gráðaostinn niður.

Skerið kjötið í þunna strimla og setjið allt saman á fat.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Matarv.

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Matur / Gourmet naut á grilliđ ađ hćtti Eyţórs
Fara efst