Fótbolti

Götze heldur áfram að ögra með Nike-klæðnaði

Götze í Nike-bolnum með Adidas-treyjuna.
Götze í Nike-bolnum með Adidas-treyjuna.
Mario Götze hefur ögrað bæði forráðamönnum Bayern München og þýska landsliðsins með því að taka hagsmuni síns styrktaraðila fram yfir styrktaraðila Bayern og landsliðsins.

Bæði Bayern og þýska landsliðið eru með stóran samning við Adidas en Götze sjálfur er á samningi hjá Nike.

Er hann skrifaði undir hjá Bayern mætti hann í bol með stóru Nike-merki. Félagið sektaði hann um rúmar 3 milljónir króna fyrir athæfið.

Á ferð með þýska landsliðinu í síðustu viku var hann aftur kominn í fatnað frá Nike í stað þess að vera í Adidas eins og honum er upplagt að gera.

Var hann kallaður á teppið hjá þýska landsliðinu fyrir vikið.

"Ég vildi ekki ögra neinum eða auglýsa neitt. Ég get lofað því að þetta mun ekki koma fyrir aftur," sagði Götze eftir að hafa verið skammaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×