Innlent

Götulokanir á Menningarnótt

Randver Kári Randversson skrifar
Mikið er um götulokanir á Menningarnótt, en bleiki liturinn á þessu korti táknar lokaðar götur. Eins og sjá má á kortinu verður nánast allur miðbær Reykjavíkur lokaður fyrir bílaumferð milli Snorrabrautar og Ægisgötu.

Götulokanir gilda frá kl. 07:00 til 23:30 og getur almenningur ekki keyrt inn á hátíðarsvæðið á meðan á lokunartíma stendur.  Á vef Menningarnætur eru gestir hvattir til að ganga í bæinn, hjóla og nýta sér fríar ferðir strætó sem gengur beint inn á mitt hátíðarsvæðið.

Frekari upplýsingar eru gefnar í símaveri Reykjavíkurborgar, sem opið er frá 09:00 til 23:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×