Innlent

Gott skíðafæri framan af degi

Bjarki Ármannsson skrifar
Opið er í Skálafelli framan af degi.
Opið er í Skálafelli framan af degi. Vísir/Vilhelm
Öll helstu skíðasvæði landsins verða opin frá klukkan níu eða tíu í dag. Slæmu veðri er spáð seinni part dags og gæti verið að sum svæði þurfi að loka á undan áætlun.

Opnað verður í Bláfjöllum og Skálafelli klukkan níu og er fólk hvatt til að mæta snemma og nýta sér góða veðrið. Stefnt er á að hafa opið til fimm ef veður leyfir. Opið verður í Hlíðarfjalli frá níu til fjögur og er veðrið í morgunsárið sagt lofa góðu.

Skíðasvæðið í Stafdal í Seyðisfirði verður opið frá tíu til fjögur. Í tilkynningu eru aðstæður til skíðaiðkunar sagðar eins góðar og þær geta orðið. 

Opið verður í Tungudal á Ísafirði frá tíu til ellefu um kvöld ef veður leyfir og frá tíu til fimm í Seljalandsdal. Skíðafólk er hvatt til að taka daginn snemma og er vakin athygli á því að dagskrá yfir skírdag hefur hliðrast til vegna veðurspár. 

Á Tindastóli á Sauðárkróki verður opnað þegar skíðaiðkendur mæta og opið til fjögur.

Uppfært: Í Bláfjöllum var skíðasvæðinu lokað um hádegisbil vegna veðurs. Stefnt er á að hafa opið um páskana ef veður leyfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×