Innlent

Gott fuglalíf á Tjörninni

Fuglalíf var gott á Reykjavíkurtjörn í fyrra.
Fuglalíf var gott á Reykjavíkurtjörn í fyrra. vísir/pjetur
Jákvæð þróun var í fuglalífi á Reykjavíkurtjörn í fyrra. Sjö andategundir urpu við tjörnina, þar af tvær sem verpa þar mjög sjaldan, rauðhöfðaönd og toppönd. Þá var viðkoma duggandar sú besta í 36 ár og viðkoma skúfandar sú besta í fimmtán ár.

Þetta kemur fram í skýrslu um fuglalíf Tjarnarinnar sem kynnt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í vikunni. Byggir skýrslan á vöktun á fuglum við Tjörnina og í friðlandinu í Vatnsmýri. Áhersla var lögð á fjölda anda og varpárangur þeirra.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×