Erlent

Gormur olli usla í Danmörku og í Svíþjóð

Samgöngur fóru úr skorðum í veðurofsanum.
Samgöngur fóru úr skorðum í veðurofsanum. Vísir/AFP

Um fimmtíu þúsund viðskiptavinir sænsku orkuveitunnar eru án rafmagns í dag eftir að stormurinn Gormur gekk yfir suðurhluta landsins. Verst er ástandið á Skáni og í Halland en Gormur gerði einnig mikinn usla í Danmörku.

Brúin yfir Stórabeltið var lokuð í mesta hamaganginum og almenningssamgöngur fóru úr skorðum en flugsamgöngur riðluðust ekki. Mikið var um foktjón, tré rifnuðu upp með rótum og þök flettust af húsum en ekki hafa borist neinar fregnir af slysum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×