Sport

Gordon í tómu rugli

Josh Gordon.
Josh Gordon.
Framtíð eins besta útherja NFL-deildarinnar, Josh Gordon, er í mikilli óvissu eftir að hann var handtekinn ölvaður undir stýri. Hann var einnig handtekinn með maríjúana í maí og gæti fengið allt að ársbann í deildinni fyrir það brot.

Vinir þessa hæfileikaríka leikmanns Cleveland Browns hafa miklar áhyggjur af honum.

„Þeir sem standa honum nærri verða að hjálpa honum. Þetta snýst ekki lengur um fótbolta heldur að bjarga lífi hans," skrifaði fyrrum félagi hans hjá Browns, D'Qwell Jackson, en hann passaði mikið upp á Gordon er hann kom fyrst til félagsins.

"Hann þarfnast sárlega hjálpar. Fólk verður að ganga lengra en það hefur áður gert til þess að bjarga honum. Félagið verður líka að aðstoða. Ég ætla líka að bjóða fram mína hjálp."

Gordon hefur átt í vanda með vímuefni síðan hann var í framhaldsskóla og ástandið nú orðið grafalvarlegt. Ef hann snýr ekki við blaðinu gæti ferlinum væri lokið hjá þessum 23 ára gamla strák.

„Það eru spennandi tímar framundan hjá Browns og hann er þar í lykilhlutverki. Hann skilur ekki einu sinni hvað hann er mikilvægur þessu félagi. Hann er alveg glórulaus," sagði Jackson.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×