Erlent

Google þróar pillu til að greina krabbamein

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Google þróar nú tækni sem gera á mögulegt að greina krabbamein, yfirvofandi hjartaáfall og heilblóðfall mun fyrr en nú er hægt að gera.
Google þróar nú tækni sem gera á mögulegt að greina krabbamein, yfirvofandi hjartaáfall og heilblóðfall mun fyrr en nú er hægt að gera. Vísir/Getty
Google þróar nú tækni sem gera á mögulegt að greina krabbamein, yfirvofandi hjartaáfall og heilblóðfall mun fyrr en nú er hægt að gera.

Á vef BBC segir að Google stefni á að búa til pillu sem getur greint sjúkdóma í gegnum blóð fólks. Svo mun armband, með nokkurs konar skynjara, einnig verða notað til að vakta blóðið í fólki.

Hugmyndir og þróunarvinna Google eru enn á byrjunarstigi. Markmið fyrirtækisins er að geta greint krabbamein með því að fylgjast með blóðinu, og öllum breytingum í því sem gætu verið vegna krabbameins. Þannig mætti greina sjúkdóminn áður en líkamleg einkenni koma fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×