MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 18:00

Stemmningin á Sónar Reykjavík

LÍFIĐ

Google taliđ hafa komist undan 1,6 milljarđa punda skattgreiđslum

 
Viđskipti erlent
23:16 23. JANÚAR 2016
Sérfrćđingur furđar sig á skattasamkomulagi Google og breska ríkisins.
Sérfrćđingur furđar sig á skattasamkomulagi Google og breska ríkisins. VÍSIR/EPA

Samkomulag sem Google gerði við breska ríkið um greiðslu skatta aftur í tímann hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að upphæðin er jafnvirði þess að 2,77 prósenta skattur hefði verið lagður á fyrirtækið á ári síðasta áratuginn. Fyrirtæki greiða almennt 20 prósenta skatt af hagnaði í Bretlandi.

Google og breska ríkið sömdu um að leitarrisinn greiddi 130 milljónir punda í skatta aftur í tímann. Með greiðslunni hefur Google þá reitt fram samtals um 200 milljónir punda í skattgreiðslur í ríkissjóð síðan árið 2005. Á sama tímabili hefur áætlaður hagnaður félagsins verið 7,2 milljarðar.


Fjármálaráđherra Breta er ánćgđur og segir samkomulagiđ sigur fyrir ríkisstjórnina.
Fjármálaráđherra Breta er ánćgđur og segir samkomulagiđ sigur fyrir ríkisstjórnina. VÍSIR/EPA

Guardian hefur eftir Prem Sikka, prófessor við Essex-háskóla og sérfræðingi í skattaundanskotum, að áætla megi að félagið hafi komist undan 1,6 milljarða punda skattgreiðslum á tímabilinu. Um tíu prósent af tekjum Google í heiminum eru tilkomnar í Bretlandi og furðar hann sig á því hvernig 130 milljóna punda talan var reiknuð út.

George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, telur samkomulagið hins vegar jákvætt. Hann sagði við fréttamenn á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos að samkomulagið væri meiriháttar sigur fyrir skattastefnu ríkisstjórnarinnar. 

„Við höfum fengið Google til að borga skatta og ég tel að það sé risastórt skref áfram og taki á fullkomlega réttlátri reiði almennings gagnvart því að stórfyrirtæki borgi ekki skatta,“ sagði hann.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti erlent / Google taliđ hafa komist undan 1,6 milljarđa punda skattgreiđslum
Fara efst