Erlent

Google svaraði blaðamanni með GIF-mynd

Birgir Olgeirsson skrifar
Það þykja tíðindi að tæknirisinn Google skuli svara blaðamanni með GIF-mynd. Mögulega verða öll samskipti hér eftir með þessum hætti.
Það þykja tíðindi að tæknirisinn Google skuli svara blaðamanni með GIF-mynd. Mögulega verða öll samskipti hér eftir með þessum hætti.
Þegar blaðamaður bandaríska fjölmiðilsins The Daily Dot, Richard Lewis, sendi fyrirspurn til tæknirisans Google vegna fréttar sem hann var að vinna um þetta öfluga fyrirtæki fékk hann svar til baka sem blaðamenn eru ekki vanir. Google ákvað að svara Lewis með GIF-mynd af látbragði lítillar stúlku og hefur það vakið mikla athygli.

Lewis hafði unnið að frétt um áætlanir Google um nýja streymisþjónustu á myndbandavefnum YouTube sem ætlað er að ná til tölvuleikjaaðdáenda, þá helst þeirra sem horfa á aðra spila tölvuleiki á netinu. Hann vildi bera þessa frétt sína undir Google en greindi frá því að talskona fyrirtækisins hefði sent honum þessa GIF-mynd sem svar.

Hélt hann í fyrstu að um grín væri að ræða en talskonan ítrekaði að svo væri ekki. „GIF-ið er opinberlega svarið okkar,“ hafði Lewis eftir talskonunni.

Svar Google er hér fyrir neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×